Jafnréttisstefna Banana ehf

Stefna Banana ehf

Stefna Banana ehf er að gætt skuli fyllsta jafnréttis milli kynjanna og að hver starfsmaður Banana ehf sé metinn á eigin verðleikum, óháð kyni, aldri og uppruna. Allt starfsfólk skal njóta sömu virðingar og skulu kynin hafa jafna stöðu innan fyrirtækisins. Þannig er tryggt gott starfsumhverfi sem gefur af sér tækifæri fyrir hvern þann sem vill. Hvers konar mismunun er óheimil og verður ekki liðin og er það stefna fyrirtækisins að koma í veg fyrir að slíkt ranglæti eigi sér stað.

Tilgangur jafnréttisstefnu

Tilgangur jafnréttisstefnu þessarar er að stuðla að jafnri stöðu kynjanna innan fyrirtækisins og jöfnum tækifærum einstaklinga á sem flestum sviðum.  Þetta á m.a. við um rétt til starfa, menntunar og kjara fyrir sambærileg störf. Markmið jafnréttisstefnu þessarar er enn fremur að stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf og að hlutur kynjanna verði eins jafn og unnt er í stjórnunar- og áhrifastöðum. Jafnréttisstefna Banana byggir á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.

 Stefnumið

Konum og körlum skal greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærileg störf.

Konur og karlar skulu hafa jafnan aðgang að lausum störfum, starfsþjálfun, símenntun og endurmenntun.

Gera skal starfsmönnum kleift að samræma vinnu- og einkalíf með sveigjanlegum og fyrirsjáanlegum vinnutíma.

Karlar og konur hafa bæði rétt á foreldra- og fæðingarorlofi, sem og rétt til leyfis vegna annarra brýnna fjölskylduaðstæðna (skv. skilgreiningu í kjarasamningum stéttarfélaga).

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti eru ekki liðin.

Launajafnrétti

Konum og körlum skal greiða jöfn laun og skulu bæði kyn njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf. Við ákvörðun launa skal ávallt gæta fyllsta jafnréttis en laun skulu vera tengd vel skilgreindum hæfniskröfum og frammistöðumati.

Markmið Aðgerðaráætlun Ábyrgðaraðili Tímarammi
Körlum og konum skal greiða jöfn laun og skulu þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Árlega skal greina laun og önnur kjör starfsmanna. Leiðrétta skal laun ef fram kemur mismunur vegna kynferðis. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Úttekt lokið í apríl ár hvert.
Jafna skal hlutfall kynja í stjórn­enda­störfum. Ef staða losnar skal gæta að jafnri stöðu kynjanna við ráðningu, að því gefnu að umsækjendur séu jafn hæfir. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Þegar stjórnendastarf losnar.

Jafn aðgangur

Til að tryggja jafnrétti innan Banana ehf er nauðsynlegt að búa svo um að allir einstaklingar hafi jafnan aðgang að störfum, starfsþjálfun, símenntun og endurmenntun, óháð kyni, aldri og uppruna. Þeim tilmælum er beint til stjórnenda og eigenda Banana að hafa þetta ákvæði í huga þegar settar eru fram tillögur um fulltrúa í starfshópa og nefndir á vegum fyrirtækisins.

Markmið Aðgerðaráætlun Ábyrgðaraðili Tímarammi
Auglýst störf skulu standa opin jafnt konum sem körlum. Taka skal saman kynjahlutföll, skipt eftir starfsheitum eða starfsflokkum. Ef hlutföll eru ójöfn skal tekið tillit til þess við ráðningar, að því gefnu að umsækjendur séu jafn hæfir. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Úttekt lokið í apríl ár hvert.
Karlar og konur skulu bæði hvött til að sækja um auglýst störf. Auglýsingar um laus störf skulu ekki gefa í skyn að fremur sé óskað eftir öðru kyninu en hinu. Þetta á þó ekki við ef tilgangur auglýs­ing­­arinnar sé að jafna kynjaskiptingu. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Þegar laus störf eru auglýst.
Konur og karlar skulu hafa sama möguleika til að vinna sig upp í starfi. Bæði kyn eru hvött til jafns og standa jafnfætis þegar kemur að starfsþróun. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Þegar ný störf opnast eða eldri störf losna.
Öll starfsþjálfun, símenntun og endur­menntun skal vera aðgengi­leg báðum kynjum. Bæði kyn eru hvött að sækja sér sí­menntun og endur­menntun og er aðsóknin greind ár hvert. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Í starfsmannaviðtölum ár hver.
Tryggja skal jafnan hlut karla og kvenna í nefndum og starfs­hópum. Gæta skal sérstaklega að kynjasamsetningu þegar setja á saman nefndir og starfshópa. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Við val í nefndir eða starfshópa.

Samræming vinnu- og einkalífs

Allt starfsfólk Banana ehf skal eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma eða annarri hagræðingu þar sem því verður við komið til að auðvelda samræmingu vinnu- og einkalífs. Taka skal tillit bæði til fjölskylduaðstæðna starfsmanna sem og þarfa fyrirtækisins. Gengið er út frá því að foreldrar ungra barna taki það fæðingarorlof sem þeir eiga rétt á og eru feður sérstaklega hvattir til að nýta sinn rétt til foreldraorlofs. Engin skerðing verður á frama starfsmanna innan fyrirtækisins við töku þess.

Markmið Aðgerðaráætlun Ábyrgðaraðili Tímarammi
Vinnutími skal vera fyrir­­sjáanlegur og sveigjanlegur svo auðvelt sé að sam­ræm­a vinnu- og einkalíf. Starfsfólk skal hafa skýr hlutverk og ábyrgðarsvið sem gerir því auðveldara að skipuleggja vinnudaginn. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Starfsfólki er kynnt þetta markmið við upphaf starfs hjá fyrirtækinu.
Foreldrar hvattir til að taka fæðingar- og foreldraorlof. Bæði kyn eru hvött til að nýta rétt sinn. Auk þess er starfsfólki auðvelduð endurkoma til starfs eftir orlof, t.d. með því að halda því upplýstu með boði á starfs­manna­­fundi meðan á orlofi stendur. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Þegar tilkynnt er um þungun eða þegar aðstæður koma upp.
Yfirvinna takmörkuð og tryggt að hún standi báðum kynjum til boða og taki mið af að­stæðum starfsmanns. Vinnutíma skal skipuleggja og hafa eins fyrirsjáanlegan og unnt er. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Við skipulag vinnu­­tíma og vaktaplana.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og einelti

Koma skal fram við alla starfsmenn Banana ehf af virðingu. Kynbundið áreiti, kynbundið áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti verða ekki undir neinum kringumstæðum liðin. Meðvirkni samstarfsfólks í slíkum málum er óásættanleg.Tryggður skal réttur allra sem verða fyrir slíkri framkomu að kæra viðkomandi háttsemi.

Skilgreining á kynbundnu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri  áreitni skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 segir:

Kynbundið ofbeldi er ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

Kynbundin áreitni er hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynbundin áreitni ef það er alvarlegt.

Kynferðisleg áreitni er hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi kynferðisleg hegðun sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt.

Skv. reglugerð 1000/2004 er einelti skilgreint á eftirfarandi hátt:

Einelti er ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að.

Markmið Aðgerðaráætlun Ábyrgðaraðili Tímarammi
Koma í veg fyrir að starfsfólk verði fyrir kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni eða einelti á vinnustað. Gera skal sérstakar ráðstafanir, stunda fræðslu og setja verklagsreglur til að koma í veg fyrir að ofbeldi, áreitni eða einelti eigi sér stað. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Fræðsla skal eiga sér stað við ráðningu starfsfólks. Verklags­reglur skulu endur­skoðaðar árlega.
Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti verða ekki undir neinum kringum­stæðum liðin hjá fyrirtækinu. Fylgja skal fyrirfram ákveðnum verklags­reglum ef ábending berst um ofbeldi, áreiti eða einelti. Tryggja skal að starfsfólk viti hvernig koma skal ábendingum á framfæri. Framkvæmdastjóri ásamt daglegum stjórn­endum. Við ráðningu skal starfsfólki kennd rétt viðbrögð við ábend­ingum og hvert skal tilkynna um áreiti eða einelti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kynning, árangursmat og eftirfylgni

Jafnréttisstefnu þessa skal kynna fyrir öllum starfsmönnum Banana ehf og skal hún vera aðgengileg starfsmönnum á innra neti fyrirtækisins. Vinna skal markvisst að því að stefnu þessari sé framfylgt í hvívetna og að henni sé viðhaldið og tryggt að markmiðum hennar sé náð. Jafnréttisstefnuna skal endurskoða minnst á þriggja ára fresti.

Markmið Aðgerðaráætlun Ábyrgðaraðili Tímarammi
Sannreyna hvort tilætluðum árangri hafi verið náð og hversu vel hafi tekist til við framkvæmd stefnu þessarar. Úttekt þar sem tekið er tillit til stefnumiða og markmiða jafnréttisstefnunnar. Framkvæmdastjóri Banana ehf Lokið í maí ár hvert.
Meta hvort jafnréttis­stefnan sé raunhæf og tryggja að hún sé í sífelldri þróun. Endurskoðun með tilliti til reynslu og úttekta sem framkvæmdar hafa verið. Framkvæmdastjóri Banana ehf Lokið 1 mánuði áður en endurskoða skal eldri áætlun.

 

 

Þannig samþykkt í stjórn Banana ehf. 23. mars 2018