Ótrúlegir bananar

16. febrúar, 2017

Þunglyndi: Nýleg könnun sem tekin var meðal fólks sem þjáðist af þunglyndi, af samtökunum MIND, sýndi að mörgum leið betur við að borða banana. Ástæðan er sú að banani inniheldur tryptophan, prótein tegund sem líkaminn breytir í seratonin, þekkt fyrir það að hafa jákvæð áhrif á skapið og valda almennri vellíðan og gleði.

Fyrirtíðarspenna: Gleymdu pillunum – borðaðu banana. Vitamínin B6 sem banani inniheldur hefur jafnandi áhrif á blóðsykurinn, sem hefur jákvæð áhrif á skapið.

Blóðleysi: Banani inniheldur mikið af járni sem örvar framleiðslu af hemóglóbín í blóðinu og hjálpar þar af leiðandi við blóðleysi.

Blóðþrýstingur: Þessi einstaki ávöxtur inniheldur verulega mikið magn af potassium en lítið af salti sem gerir hann fullkominn til hjálpar gegn blóðþrýstingi. Vegna þessa hefur Bandaríska matar og lyfja stofnunin leyft banana framleiðendum að auglýsa þessa eiginleika bananans gegn blóðþrýstingi og heilablóðfalli.

Heila kraftur: 200 nemendur við Twickenham skólann í Middlesex var hjálpað í gegnum próftímann í ár með því að borða banana í morgunmat, hléi og hádeginu í tilraun til að auka hæfni hugsananna. Rannsakanir hafa sýnt að potassium fylltur ávöxturinn getur hjálpað nemendum við lesturinn með því að gera þá árvökulli.

Melting: Hátt trefjamagn, með því að borða banana hjálpar þú líkamanum við að viðhalda jafnvægi í meltingunni án þess að notast við hægðalosandi lyf.

Þynnka: Ein af fljótlegustu leiðunum til að jafna sig á þynnku er að gera sér banana – mjólkur hristing með hunangi. Bananinn róar magann og með aðstoð hunangsins, byggir upp blóðsykurinn meðan mjólkin róar og „vökvar“ líkamann.

Brjóstsviði: Bananinn hefur náttúruleg afsýrandi áhrif í líkamanum, þannig að ef þú ert með brjóstsviða, borðaðu þá banana til að róa magann.

Morgunógleði: Með því að borða banana milli mála yfir daginn hjálpar þú til við að halda blóðsykrinum jöfnum og forðast þannig morgunógleði.

Flugnabit: Frekar en að nota krem eða úða við skordýrabitum ættirðu að reyna að nudda bitið með innri hlið bananahýðis. Mörgum þykir það mjög áhrifaríkt við að draga úr óþægindum og bólgum.

Taugar: Bananar innihalda mikið af B vitamínum sem hjálpa við að róa miðtauga-kerfið.

Í yfirvigt í vinnunni: Rannsóknir frá „The Institute og Psychology“ í Austuríki sýna að mikið álag í vinnunni eykur þörfina hjá sumum til að borða óhollan mat eins og súkkulaði eða flögur. Þegar skoðaðir voru 5000 sjúklingar á sjúkrahúsum, sáu rannsakendur að þeir sem áttu við mesta offitu að stríða voru mun líklegri til að vera í mjög álags miklu starfi. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að til að koma í veg fyrir „stress-át“, þurfum við að hafa stjórn á blóðsykrinum með því að borða kolvetnaríka fæðu á tveggja tíma fresti.

Magasár: Bananinn er notaður sem fæða þegar vandamál eru í maga og meltingu vegna mjúkrar áferðar og mýktar. Bananinn er eini hrái ávöxturinn sem má borða án vandamála í erfiðum maga-sárs tilfellum um leið og hann jafnar sýrustigið í maganum og klæðir hann að innan.

Hita stýring: Margir menningarheimar sjá bananann sem „kælandi“ ávöxt sem lækkar bæði líkamlegan og andlegan hita væntanlegra mæðra. Í Tælandi til dæmis borða verðandi mæður banana til að tryggja það að börn þeirra fæðist með lágan líkams hita.

Skammdegisþunglyndi: Bananar geta hjálpað við skammdegisþunglyndi því þeir innihalda náttúrulegt þunglyndislyf, tryptophan.

Reykingar: Bananar geta hjálpað fólki sem er að reyna að hætta reykja. B6 og B12 vitamínin ásamt potassium og magnesium sem þeir innihalda, hjálpa líkamanum við að komast yfir fráhvarfseinkennin af nikótíninu.

Stress: Potasium er nauðsynlegt steinefni sem hjálpar hjartanu og sendir súrefni til heilans og passar upp á vatns jafnvægið í líkamanum. Þegar við stressumst minnkar potassium magnið í líkamanum. Þetta er hægt að laga með því að borða potasium ríkann banana.

Heilablóðfall: Samkvæmt rannsóknum „The New England Journal of Medicine“, getur banana-át minnkað áhættuna á dauða af völdum heilablóðsfall um allt að 40%.

Vörtur: Þeir sem aðhyllast náttúrulækningar sverja það að ef þú vilt drepa vörtu, er gott ráð að festa yfir hana banana hýði með gulu hliðina út.

Bananinn er náttúruleg vörn við mörgum veikindum og kvillum. Þegar þú berð hann saman við epli, hefur hann fjórum sinnum meira magn af próteini, tvisvar sinnum meira af kolvetnum, þrisvar sinnum af Fosfóri, fimm sinnum af A vitamíni og járni, og tvisvar af öðrum vitamínum og steinefnum. Einnig er hann Potassium ríkur og er einn af þeim bestu gæða matvörum sem til er.