8. ágúst,
2025
Engin útkeyrsla í miðborginni 9. ágúst
Vegna Gleðigöngunnar sem fram fer laugardaginn 9. ágúst í tilefni Hinsegin daga verður engin útkeyrsla í boði í miðborg Reykjavíkur þann dag.
Götulokanir taka gildi snemma um morguninn og hafa áhrif á aðgengi að miðborginni, sem gerir bílstjórum Banana ókleift að sinna útkeyrslu á svæðinu.
Hægt verður að sækja pantanir í vöruhús okkar að Korngörðum 1 á laugardag til kl. 12:00. Viðskiptavinir sem hyggjast nýta sér það þurfa að panta fyrir kl. 11 samdægurs.
Ef einhverjar spurningar vakna þá bendum við á netfang söludeildar bananar@bananar.is eða s. 525 0100.
Gleðilega hinsegin daga
