Styrkur og velgengni Banana ehf felst í starfsmönnum þess sem hafa mikla þekkingu og langa starfsreynslu á sviði meðhöndlunar og sölu grænmetis og ávaxta. Starfsfólk Banana leggur sig fram á hverjum degi við að veita góð gæði og góða þjónustu.

Ótrúlegir bananar

Bananar innihalda þrjár tegundir af náttúrulegum sykrum - ávaxtasykur, glucose og sykur - ásamt trefjum.
Banani gefur samstundis varanlegt og jafnt orkubúst. Rannsóknir sýna að tveir bananar gefa næga orku í 90 mínútna erfiða líkamsrækt. Engin furða að bananinn er sá ávöxtur sem íþróttafólk í fremstu röðum velur sér.
Banani getur hjálpað fólki við hin ýmsu mein og er því nauðsynlegur í okkar daglegu inntöku.

Ef það er ekki tími fyrir banana núna ...

Lesa nánar

Ferskleiki framar öllu

Bananar vilja mæta þörfum og kröfum viðskiptavina sinna um góð gæði og fjölbreytt vöruúrval. Til þess að sinna þessum þörfum höfum við bein viðskiptasambönd út um allan heim og má þar nefna Kína, Brasilíu, Suður Afríku, Kanada, Chile, Argentínu, Holland USA og Spán. Viðskiptum er beint til þeirra landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni. Vörurnar eru teknar vikulega með skipi og daglega flugleiðis. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.

Um okkur