Athugið, lokað er á mánudaginn 3. ágúst, frídag verslunarmanna.

Við vorum að fá grasker spaghetti (squash).
Grasker spaghetti er mjög lágt í kaloríum og getur talist sem ketó/"low carb", þar að auki er það pakkað af trefjum, næringarefnum og andoxunarefnum.

Vinsæl matreiðsluaðferð er að búa til "núðlur" eða "spaghetti" úr innihaldinu. Þá er ávöxturinn skorinn í tvo helminga (henda steinunum burt sem eru í miðjunni). Pennsla graskers helmingana að innan með olíu og strá salti yfir. Svo eru þessir helmingar lagðir á hvolf á fat og bakaðí ofni í 30-40 mín. Þar næst tekið úr ofninum og allt innihaldið skafið með gaffli ofan í skál, og þá er þetta tilbúið sem low carb "spaghetti". Nota má hvaða sósu sem er með þessu.

Hér eru nokkrar sniðugar uppskriftir:
https://www.ibreatheimhungry.com/101-best-keto-spaghetti-squash-recipes/

Ferskleiki framar öllu

Bananar vilja mæta þörfum og kröfum viðskiptavina sinna um góð gæði og fjölbreytt vöruúrval. Til þess að sinna þessum þörfum höfum við bein viðskiptasambönd út um allan heim og má þar nefna Kína, Brasilíu, Suður Afríku, Kanada, Chile, Argentínu, Holland USA og Spán. Viðskiptum er beint til þeirra landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni. Vörurnar eru teknar vikulega með skipi og daglega flugleiðis. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.

Um okkur