Vinsamlegast athugið

Nú er fyrirtækinu skipt í 2 hópa. Sem sagt við vinnum ekki á sama tíma.

Við verðum með 2-3 sölumenn í stað 5 í símsvörun og alveg ljóst að stundum gæti orðið erfitt að ná í okkur.

Ef erfitt er að ná í okkur endilega nota líka bananar@bananar.is

Við biðjumst velvirðingar á þessu. Vonandi mun þetta ekki vara mjög lengi. Vonandi getið þið sýnt okkur biðlund á meðan þessu stendur.

Þetta er einungis varúðarráðstöfun svo sú staða komi vonandi ekki upp að við séum hugsanlega öll veik á sama tíma.
Stöndum saman!

Kveðja Bananar.

Ferskleiki framar öllu

Bananar vilja mæta þörfum og kröfum viðskiptavina sinna um góð gæði og fjölbreytt vöruúrval. Til þess að sinna þessum þörfum höfum við bein viðskiptasambönd út um allan heim og má þar nefna Kína, Brasilíu, Suður Afríku, Kanada, Chile, Argentínu, Holland USA og Spán. Viðskiptum er beint til þeirra landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni. Vörurnar eru teknar vikulega með skipi og daglega flugleiðis. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.

Um okkur