Bláber

Bláber er einstakur ávöxtur. Bláber eru talin hafa mesta magn andoxunarefna af öllum öllum tegundum ávaxta og grænmetis. Helsta andoxunarefnið heitir anthocyanin og er í litnum í bláberjunum. Andoxunarefni vernda líkamann gegn skaðlegum áhrifum radikala (sindurefna) og þar með bæta þau líkamsstarfssemina. Rannsóknir benda til þess að rífleg neysla á bláberjum sporni gegn öldrun líkamans og geta verndað gegn ýmsum sjúkdómum svo sem hjarta-og æðasjúkdómum, krabbameinum og ýmsum bólgusjúkdómum.

Við mælum með að neyta bláberja daglega!

Lesa nánar

Ferskleiki framar öllu

Bananar vilja mæta þörfum og kröfum viðskiptavina sinna um góð gæði og fjölbreytt vöruúrval. Til þess að sinna þessum þörfum höfum við bein viðskiptasambönd út um allan heim og má þar nefna Kína, Brasilíu, Suður Afríku, Kanada, Chile, Argentínu, Holland USA og Spán. Viðskiptum er beint til þeirra landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni. Vörurnar eru teknar vikulega með skipi og daglega flugleiðis. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.

Um okkur