31. október,

2025

Framúrskarandi fyrirtæki 2025

Bananar eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja á lista Creditinfo.

Í fimmtánda sinn hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Bananar hafa unnið það afrek að vera framúrskarandi öll þau ár sem viðurkenningin hefur verið veitt.

„Við hjá Bönunum erum afar stolt af þessari viðurkenningu sem staðfestir þá miklu og faglegu vinnu sem starfsfólk okkar sinnir á hverjum einasta degi. Við þökkum einnig viðskiptavinum okkar fyrir samstarfið og traustið“ segir Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana, en viðurkenningin var veitt til fyrirtækisins við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll.

Meginmarkmið greiningar Creditinfo er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að traustara og betra viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og eru í hópi þeirra fyrirtækja sem teljast áreiðanlegust í viðskiptum á Íslandi.

Bananar eru framúrskarandi fyrirtæki

Veldu fyrirtæki