29. september,
2025
Bananar og önnur dótturfélög Haga í fremstu röð
Annað árið í röð erum við í fremstu röð í nýrri sjálfbærniúttekt PwC
Hagar og dótturfélög eru á meðal fremstu fyrirtækja á Íslandi þegar það kemur að upplýsingagjöf um sjálfbærni og samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda samkvæmt Sjálfbærnivísi PwC.
Sjálfbærnivísir PwC er árlegt yfirlit um hvernig sjálfbærnistarfi 50 af stærstu fyrirtækjum Íslands vindur fram með sérstakri áherslu á loftslagsmál. Mat á fyrirtækjunum byggir á opinberum upplýsingum, árs- og sjálfbærniskýrslum, og er unnið af PwC.
Bananar og önnur dótturfélög Haga skara fram úr á öllum mörkuðum sem við störfum á. Þessi árangur endurspeglar skýra stefnu okkar í umhverfismálum, skuldbindingu við að draga úr losun og vilja til að leggja okkar af mörkum til sjálfbærari framtíðar.
Sjálfbærnivísir PwC 2025
