10. október,

2025

Viðurkenning Jafnvægisvogar FKA

Bananar hlutu í vikunni viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA og eru þar meðal 128 fyrirtækja sem hafa náð jafnri kynjaskiptingu í framkvæmdastjórn.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) sem miðar að því að stuðla að auknu jafnvægi kynja í stjórnunarstöðum.

Í ár hlutu alls 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög viðurkenningu úr hópi 253 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu verkefnisins. Við matið var miðað við markmið Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi, og hefur stór hluti þátttakenda sýnt fram á verulegan árangur í þessum efnum.

Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana tók á móti viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA 2025

Jóhanna Jónsdótir framkvæmdastjóri Banana

Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana, var viðstödd viðurkenningar- hátíðina, sem var haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands og tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd Banana.

Veldu fyrirtæki