Gæðamál
Gæðamál
Bananar vilja tryggja að viðskiptavinir fái gæðavörur sem standast væntingar þeirra. Hvort sem um ræðir rétta afhendingu, bestu gæði hverju sinni, í réttu magni eða á réttum tíma.
Bananar er leiðandi fyrirtæki í innflutningi, sölu og þjónustu til endursöluaðila, stóreldhúsa og veitingahúsa á ferskum ávöxtum og grænmeti. Að auki býður fyrirtækið upp á úrval niðurskorinna ávaxta og grænmetis til frekari matseldar eða neyslu. Fyrirtækið er með lífræna vottun.

Gæða- og matvælaöryggisstefna
Bananar hafa innleitt gæða- og matvælaöryggisstefnu sem nær til allra starfsmanna til að framfylgja settum stefnumiðum. Stefna Banana er að bjóða upp á öruggar, ferskar, heilnæmar og ósviknar vörur sem uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla að bættri lýðheilsu landsmanna.
- Áhersla er lögð á öguð vinnubrögð og innra eftirlit byggt á HACCP. Unnið er að stöðugum umbótum í þeim tilgangi að tryggja gæði, öryggi og hollustu matvæla og uppfylla þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.
- Bananar leggja áherslu á góð samskipti, fræðslu og reglubundna þjálfun sem tryggir gæðavitund allra starfsmanna fyrirtækisins. Gæðamál eru samstarfsverkefni alls starfsfólks.
- Bananar vinna einungis með traustum samþykktum birgjum og leggja áherslu á gæði frá upphafi. Góð samvinna tryggir að matvælin sem fyrirtækið flytur inn uppfylli ströngustu gæðakröfur.
- Vörur eru geymdar við bestu skilyrði við flutning, geymslu og dreifingu til þess að hámarka gæði og líftíma og lágmarka sóun.
- Bananar starfa ávallt í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um matvælaöryggi.
Stefnan var samþykkt af gæðaráði og útgefin 3. apríl 2024