Þjónusta

Það gerist ekki ferskara!

Bananar bjóða upp á úrval af gæða grænmeti og ávöxtum á sanngjörnu verði og stuðla þannig að bættri lýðheilsu og velferð samfélagsins.

Viðskiptum er beint til þeirra landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni.

Vörur koma til landsins vikulega með skipi og daglega með flugi. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.

Pöntunar- og vöruafhendingarferli

Við bendum viðskiptavinum okkar á vefverslun okkar sem er opin allan sólarhringinn.

Sölufulltrúar Banana taka á móti pöntunum í s. 525 0100 eða í gegnum netfangið: bananar@bananar.is.

  • Opnunartími söludeildar er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 7:00 til 16:00, föstudaga frá kl. 7:00 til 15:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 11:00. Lokað er í hádeginu frá kl. 12:00 til 12:30

Bananar dreifa vörum til viðskiptavina þeim að kostnaðarlausu, með því skilyrði að pöntun nái 20.000 kr. án vsk. Fyrir pantanir undir 20.000 kr. er akstursgjald 4.000 kr. Flytjandi er helsti dreifingaraðili á landsbyggðinni fyrir Banana

  • Afgreiðslutími vöruhúss er virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 og laugardaga frá kl. 8:00 til 13:00

Dreifingu á höfuðborgarsvæðinu virka daga er lokið fyrir kl. 15:00. Hafi vöruafhending ekki átt sér stað fyrir þann tíma bendum við á beint símanúmer dreifingar í vöruhúsinu s. 820 9208

Hægt er að sækja pantanir í vöruhús Banana að Korngörðum 1, 104 Reykjavík

  • Vöruafhendingar fara fram virka daga frá  kl. 7:00 til 15:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 14:00
  • Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 9:00 eru afhentar samdægurs
  • Pantanir á landsbyggðinni sem berast fyrir kl. 9:00 eru afhentar flutningsaðila samdægurs
  • Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast eftir kl. 9:00 eru afhentar næsta virka dag (pantanir sem berast á föstudögum eftir kl. 9:00 er afhentar á laugar- eða mánudögum)
  • Pantanir á landsbyggðinni sem berast eftir kl. 9:00 eru afhentar flutningsaðila næsta virka dag
  • Framleiðsluvörur Banana Veitinga þarf að panta fyrir kl. 10:00 til afgreiðslu næsta dags
  • Framleiðsluvörur sem eiga að afhendast á mánudögum þarf að panta fyrir kl. 10:00 á föstudögum
  • Sóttar pantanir eru tilbúnar til afgreiðslu í vöruhúsi 2 klukkutímum eftir að pöntunarstaðfesting hefur borist. Afgreiðslutími vöruhúss er virka daga frá kl. 8:00 til 16:00 og laugardaga frá kl. 8:00 til 13:00
  • Ekkert þjónustugjald er tekið fyrir pantanir sem sóttar eru í vöruhús
  • Sendingarkostnaður bætist við pantanir undir 20.000 kr. án vsk.

Veldu fyrirtæki