Ferskir ávextir í yfir 60 ár

Bananar ehf voru stofnaðir þann 18 júní 1955 af þeim Kristni Guðjónssyni og Eggerti Kristjánssyni. Fyrstu árin fólst starfsemi Banana ehf einvörðungu í því, eins og nafnið gefur til kynna, að flytja inn og þroska banana.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru Bananar ehf langstærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og er í reynd eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.