Ferskir ávextir í yfir 60 ár

Bananar ehf voru stofnaðir þann 18 júní 1955 af þeim Kristni Guðjónssyni og Eggerti Kristjánssyni. Fyrstu árin fólst starfsemi Banana ehf einvörðungu í því, eins og nafnið gefur til kynna, að flytja inn og þroska banana.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru Bananar ehf langstærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki landsins í ávöxtum og grænmeti og er í reynd eitt stærsta innflutningsfyrirtæki landsins.

Okkar starfsemi

Bananar vilja mæta þörfum og kröfum viðskiptavina sinna um góð gæði og fjölbreytt vöruúrval. Til þess að sinna þessum þörfum höfum við bein viðskiptasambönd út um allan heim og má þar nefna Kína, Brasilíu, Suður Afríku, Kanada, Chile, Argentínu, Holland USA og Spán. Viðskiptum er beint til þeirra landa þar sem uppskera á ávöxtum og grænmeti er best hverju sinni. Vörurnar eru teknar vikulega með skipi og daglega flugleiðis. Íslenskt grænmeti berst til okkar daglega.

Starfsemi fyrirtækisins er í 6.000 m2 nýju húsnæði að Korngörðum 1, Reykjavík. Fyrirtækið hefur yfir að ráða bananaþroskunarklefum sem og stórum kæliklefum með mismunandi hitastigi til að viðhalda gæði varanna sem bestum. Hjá Bönunum starfa í kringum 80 manns.

 

 

 

Okkar viðskiptavinir

Frá fyrstu tíð hefur metnaður starfsmanna fyrirtækisins verið sá að þjónusta viðskiptavini sína á sem bestan hátt með því að veita þeim bestu mögulegu gæði á ávöxtum og grænmeti sem fáanleg eru hverju sinni, á sem hagstæðustu verðum.

Viðskiptavinir Banana ehf eru um 700 – 1000, og samanstanda þeir af verslunum, veitingahúsum, sjúkrahúsum, leikskólum, skólum, mötuneytum fyrirtækja osfrv. og afgreiðum við um 350 sendingar úr húsi hvern dag. Í magni eru þetta um 80-100 tonn á dag eða um 25.000 tonn á ári hverju.